Fréttasafn5. nóv. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Félagsmenn SART og FLR í haustferð um Reykjanesið

Haustferð Samtaka rafverktaka, SART, og Félag löggiltra rafverktaka, FLR, fór fram fyrir skömmu en að þessu sinni var ferðinni heitið suður með sjó um Reykjanesið. 

Reynir Sveinsson var leiðsögumaður hópsins. Byrjað var á að heimsækja Reykjanesvirkjun þar sem Arnar Flókason, umsjónarmaður raf- og stjórnbúnaðar hjá HS ORKU, tók á móti hópnum og fræddi hann um yfirstandandi stækkun orkuversins. Að því loknu fór Reynir leiðsögumaður með hópinn um nokkra markverða staði á Reykjanesi og sagði frá því sem fyrir augu bar, þar á meðal var Hvalneskirkja, Byggða- og vélasafnið í Garði og athafnasvæðið í Helguvík. Undir lok ferðarinnar leiddu Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs, og Hjörleifur Stefánsson, formaður SART, skoðunarferð um nýja Marriott hótelið í Keflavík. Formlegri dagskrá lauk svo á Marriott hótelinu þar sem Rafport bauð til kvöldverðar á veitingastaðnum The Bridge.

Haustferd-2021_2

Haustferd-2021_3

Haustferd-2021_4

Haustferd-2021_5

Haustferd-2021_6