Fjöldi tækifæra og áskorana á Norðurlandi
Vel tókst til með fund Samtaka iðnaðarins í Hofi á Akureyri í gær þar sem rætt var um tækifæri og áskoranir í iðnaði á Norðurlandi. Framsöguerindin voru upplýsandi og almenn ánægja var með það sem fram kom á fundinum. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur þeirra sem fluttu erindi.
Fundarstjóri var Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri.
- Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, flutti ávarp í upphafi fundarins og sagði meðal annars öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf vera forsendu góðra lífskjara og að mikil verðmæti yrðu til hjá öllum þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem tilheyra iðnaði hér á landi þar sem bæði verkvit og hugvit væru nýtt til hins ýtrasta.
- Almar Guðmundsson , framkvæmdastjóri SI, fór yfir starfsemi SI og ræddi um þau sóknarfæri fyrir landsbyggðina sem felast í nýjum tæknilausnum.
- Friðrik Ágúst Ólafsson , viðskiptastjóri byggingarsviðs SI, fjallaði um tækifæri og áskoranir í byggingariðnaði og þann vöxt sem er í byggingu íbúðarhúsnæðis á Akureyri og nágrenni.
- Eva Hrund Einarsdóttir , starfsmannastjóri Lostætis, talaði um áskoranir í rekstrarumhverfi fyrirtækja sem starfa í iðnaði á landsbyggðinni sem eru meðal annars skortur á raforku, fjarlægð frá mörkuðum, samgöngur, veðurfar, vinnuafl, fagmenn og menntun auk þess nefndu hún vaxtastigið, gengið og gjaldeyrishöftin.
- Hólmar Svansson , framkvæmdastjóri Sæplast Iceland, ræddi um innviðauppbyggingu og þróun á svæðinu og þau verkefni sem bíða. Hann nefndi meðal annars flutningakerfin og þar með taldir gagnaflutningar, aðgengi að raforku, framboð af hæfu vinnuafli og stöðugleiki á vinnumarkaði. Einnig nefndi hann skatta og gjaldmiðilinn.