Fréttasafn



3. nóv. 2023 Almennar fréttir Mannvirki

Fjölmennt á fyrsta Mannvirkjaþingi SI

Fjölmennt var á Mannvirkjaþingi SI sem haldið var í fyrsta skipti í gær í Iðunni í Vatnagörðum. Í upphafi þings bauð Gylfi Gíslason, formaður Mannvirkjaráðs SI og framkvæmdastjóri Jáverks, gesti velkomna. Árni Sigurjónsson, formaður SI, flutti ávarp. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, greindi frá nýrri stefnu Mannvirkjaráðs SI þar sem meðal annars kemur fram að hlutverk Mannvirkjaráðs SI sé að vera samstarfsvettvangur sem stuðli að umbótum í mannvirkjaiðnaði, sjálfbærri þróun hans, jákvæðri ímynd og heilbrigðu starfsumhverfi, atvinnulífinu og samfélaginu til hagsbóta. Sýnin er bætt starfsumhverfi mannvirkjaiðnaðar styður við framfarir og eykur skilvirkni og framleiðni. Þá voru kynnt 7 markmið sem koma fram í stefnunni sem vinna á að á næstu árum. 

Þinginu var síðan skipt upp í þrjár málstofur sem hver fjallaði um málefni sem brenna á fyrirtækjum í mannvirkjaiðnaði. Í málstofu I var rætt um stöðuga innviðafjárfestingu sem mætir þörfum samfélagsins. Þátttakendur í umræðu voru Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri framkvæmda FSRE og Sigurður R. Ragnarsson, stjórnarformaður ÍAV. Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, stýrði umræðunum. 

Í málstofu II var rætt um einn feril leyfismála. Þátttakendur í umræðu voru Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Svava Björk Bragadóttir, eigandi hjá Arkís arkitektum, og Einar Páll Kjærnested, Byggingarfélagið Bakki. Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, stýrði umræðunum.

Í málstofu III var rætt um nægt framboð af fjölbreyttu fagfólki í mannvirkjaiðnaði. Þátttakendur í umræðu voru Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, Ólafur Jónsson, forstöðumaður Nemastofu atvinnulífsins, og Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri Securitas. Hulda Birna Kjærnested, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum SI, og Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, stýrðu umræðunum.

Þegar málstofum lauk ræddu þeir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, um stöðuna á íbúðamarkaði.

Í lok dagskrár var boðið upp á léttar veitingar.

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir.

Hér er hægt að nálgast glærur.

Myndir/BIG

Si_mannvirkjathing_2023-9Árni Sigurjónsson, formaður SI.

Si_mannvirkjathing_2023-2Gylfi Gíslason, formaður Mannvirkjaráðs SI og framkvæmdastjóri Jáverks.

Si_mannvirkjathing_2023-14Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.

Si_mannvirkjathing_2023-51

Si_mannvirkjathing_2023-54Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.

Si_mannvirkjathing_2023-52Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Si_mannvirkjathing_2023-20

Si_mannvirkjathing_2023-13