Fréttasafn



31. maí 2018 Almennar fréttir

Fjölmennt á opnum fundi SI á Ísafirði

Fjölmennt var á opnum fundi Samtaka iðnaðarins á Ísafirði í hádeginu í gær í tengslum við heimsókn stjórnar SI vestur á firði. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, höfðu framsögu á fundinum og síðan var efnt til umræðu með fundarmönnum um atvinnulíf á Vestfjörðum. 

Á fundinum kom formaður SI meðal annars inn á helstu áherslumál Samtaka iðanðarins og framkvæmdastjóri SI fjallaði um samkeppnishæfni, um atvinnustefnu í tengslum við þá stefnumótun sem stjórnvöld vinna um þessar mundir og um innviði. Í kjölfarið spunnust líflegar umræður, m.a. um raforkumál, regluverk, tryggingagjald og margt fleira.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Fundur-2

Fundur-29-05-2018