Fréttasafn



26. nóv. 2025 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Fjölmennt á Umhverfisdegi atvinnulífsins

Umhverfisdagur atvinnulífsins fór fram fyrir fullum sal á Hilton Reykjavík Nordica í vikunni undir yfirskriftinni Frá yfirlýsingum til árangurs. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, setti daginn. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, flutti erindi. Efnt var til umræðu sem Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, stýrði með þátttöku Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra SI, og Halldóri Þorgeirssyni, formanni Loftslagsráðs. Þá sögðu Eiríkur Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Landfara, og Gunnþór Ingvarson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, frá sinni sýn. Ágústa Ýr Þorgbergsdóttir, einn eiganda KREAB, flutti erindi um samkeppnishæfni Íslands í ljósi umhverfisstefnu ESB. Lovísa stýrði því næst umræðum með þátttöku Jóhanns Páls Jóhannssonar,  umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra, Vigdísi Diljá Óskarsdóttur, stjórnanda samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli og Vilhelmi Má Þorsteinssyni, forstjóra Eimskipafélags Íslands. Einnig voru stutt erindi frá Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, Jóhönnu Hlín Auðunsdóttur,  forstöðumanni loftslags- og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun og Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Þegar dagskrá lauk voru Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025 veitt. Heimar var valið umhverfisfyrirtæki ársins 2025, SnerpaPower umhverfisframtak ársins 2025 auk þess sem JÁVERK og Krónan hlutu hvatningarverðlaun fyrir að vera framsækin fyrirtæki á sviði umhverfis- og loftslagsmála.

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir frá deginum.

Myndir/BIG

Sa_umhverfisdagurinn_2025-2

Sa_umhverfisdagurinn_2025-20

Sa_umhverfisdagurinn_2025-7

Sa_umhverfisdagurinn_2025-1

Sa_umhverfisdagurinn_2025-15

Sa_umhverfisdagurinn_2025-34

Sa_umhverfisdagurinn_2025-30

Sa_umhverfisdagurinn_2025-46

Sa_umhverfisdagurinn_2025-57

Hér er hægt að nálgast upptöku frá deginum:


https://vimeo.com/event/5528245/embed/f7841f83b0/interaction