Fjölmennt á Útboðsþingi SI
Fjölmennt var á Útboðsþingi SI sem fram fór í Háteig á Grand Hótel Reykjavík þar sem fulltrúar 9 opinberra aðila kynntu fyrirhuguð útboð verklegra framkvæmdir á árinu. Í nýrri greiningu SI kemur fram að samanlagt eru áætlaðar verklegar framkvæmdir hins opinbera sem fara í útboð á þessu ári samtals 173 milljarðar króna sem er 65 milljörðum króna meira en kynnt var á Útboðsþingi SI á síðasta ári.
Gangi áætlanir eftir er ljóst að opinberar framkvæmdir munu aukast um 60% milli ára og er það breyting frá samanburði milli 2022 og 2021 þegar var 15 milljarða króna samdráttur í fyrirhuguðum útboðum. Að mati Samtaka iðnaðarins er þessi aukning jákvætt framlag til hagvaxtar bæði á þessu ári og litið til framtíðar enda er mikilvægt að fjárfesting í efnahagslega mikilvægum innviðum sé næg og viðhaldi þeirra sinnt.
Fundarstjóri þingsins var Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.
Frummælendur í dagskrá voru eftirtaldir:
- Setning – Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins
- Ávarp – Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
- Samantekt - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
- Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir - Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri
- Vegagerðin - Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar
- Reykjavíkurborg – Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs
- Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri
- Landsvirkjun – Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda
- Landsnet - Unnur Helga Kristjánsdóttir, forstöðumaður framkvæmda
- Veitur – Heimir Hjartarson, sérfræðingur í fjárfestingum hitaveitu
- Isavia – Páll Svavar Pálsson, forstöðumaður flugvallarþróunar og uppbyggingar
- NLSH – Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri
Greining
Hér er hægt að nálgast greiningu SI.
Glærur
Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.
Upptaka
Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum.
Setningarávarp
Árni Sigurjónsson, formaður SI, flutti setningarávarp. Hér er hægt að nálgast það.
Myndir
Á Facebook SI er hægt að nálgast ljósmyndir frá þinginu.
Myndir/BIG
Árni Sigurjónsson, formaður SI.
Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkasviðs SI.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna.
Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegargerðarinnar.
Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs.
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun.
Unnur Helga Kristjánsdóttir, forstöðumaður framkvæmda hjá Landsneti.
Heimir Hjartarson, sérfræðingur í fjárfestingum hitaveitu hjá Veitum.
Páll Svavar Pálsson, forstöðumaður flugvallarþróunar og uppbyggingar hjá Isavia.
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH.
Umfjöllun
mbl.is, 24. janúar 2023.
Viðskiptablaðið, 24. janúar 2023.
Morgunblaðið/mbl.is, 25. janúar 2023.
Fréttablaðið, 25. janúar 2023.
Bylgjan, 25. janúar 2023.
mbl.is, 25. janúar 2023.
Rás 2, 25. janúar 2023.
Auglýsingar