Fréttasafn30. jan. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Meistarafélag byggingarmanna Suðurnesjum

Fjölmennur fundur byggingarmanna á Suðurnesjum

Meistarafélag byggingamanna Suðurnesjum, MBS, stóð fyrir fjölmennum fundi á Hótel Keflavík í dag þar sem öllum félagsmönnum SI í mannvirkjagerð á Suðurnesjum var boðið. 

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, var gestur fundarins og fjallaði um niðurstöður Útboðsþings SI sem fór fram í síðustu viku. Hann sagði meðal annars frá því að á þinginu hafi verið farið yfir ábendingar SI til verkkaupa er varðar framkvæmd útboða þar sem skiptir miklu að undirbúa framkvæmdina vel og vanda vel allt við gerð útboðsskilmála og opnun útboða. 

Á loknu erindi Sigurðar sköpuðust góðar umræður þar sem meðal annars komu fram ábendingar um hvað mætti gera til að gæta enn frekar hagsmuna félagsmanna. Sem dæmi þá bentu fundarmenn á að það þyrfti að skýra enn betur út hvert hlutverk byggingarstjóra er.  

Þess má geta að MBS stendur fyrir sambærilegum fundum síðasta mánudag hvers mánaðar að sumrinu undanskildu.

20230130_121946

20230130_121841

20230130_122026

20230130_123334

20230130_123341

20230130_123352