Fjölmennur fundur um menntatækni
Fjölmennt var á opnum fundi sem Samtök menntatæknifyrirtækja, IEI, stóðu fyrir í Húsi atvinnulífsins síðastliðin mánudag þar sem fjallað var um nýsköpun og inngildingu í menntakerfinu. Nýr mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, flutti ávarp í upphafi fundarins.
Fundarstjóri var Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI.
Forsvarsmenn eftirtaldra menntatæknifyrirtækja kynntu sín fyrirtæki: Avia, Atlas Primer, Ásgarður, Beedle, Beanfee, Bara tala, Evolytes, Iðnú, Info mentor, Skólalausnir og Tiro. Að loknum kynningum fyrirtækja var efnt til umræðna sem Íris E. Gísladóttir, formaður IEI, og Magnús Þór Jónsson, formaður KI, tóku þátt í.
Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra.