Fréttasafn12. sep. 2019 Almennar fréttir Efnahagsmál

Fjölmörg tækifæri fyrir íslensk og indversk fyrirtæki

Ég er þess fullviss að tækifærin eru fjölmörg fyrir bæði íslensk og indversk fyrirtæki. Ég vona svo sannarlega að við finnum leiðir til að styrkja sambandið milli Íslands og Indlands og aukum viðskipti milli landanna. Til að ná sem mestum árangri verðum við að skoða þau svið þar sem hvort land um sig hefur samkeppnisforskot. Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, meðal annars í ávarpi sínu á indversk-íslensku viðskiptaþingi sem efnt var til í tilefni af opinberri heimsókn forseta Indlands, Ram Nath Kovind, til landsins. Forsetanum fylgdi fjölmenn viðskiptasendinefnd, skipuð fulltrúum breiðs hóps indverskra fyrirtækja. Þingið var haldið fyrir fullum sal á Hótel Hilton Reykjavík Nordica í gær. 

Indlandsforseti og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávörpuðu einnig þingið auk þess sem fjallað var um sóknarfæri í viðskiptum ríkjanna. Þá var skipst á samkomulagi milli viðskiptaráðs Indlands og Samtaka iðnaðarins. Skipuleggjendur þingsins voru Íslensk-indverska viðskiptaráðið, sem Félag atvinnurekenda rekur, Samtök iðnaðarins og Íslandsstofa, auk ASSOCHAM, Associated Chambers of Commerce and Industry of India, og CII, Condfederation of Indian Industry.

Indland-11-09-2019-5-Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, ávarpaði þingið.

Indland-11-09-2019-7-

Indland-11-09-2019-6-

Indland-11-09-2019-3-

Indland-11-09-2019-2-

Umfjöllun

Fjallað var um viðskiptaþingið og undirskriftina í fréttum Bylgjunnar, Stöðvar 2, RÚV, Rás 1/2 og á Vísi, 11. september 2019.

Í fréttum Stöðvar 2 sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, sem undirritaði fyrir hönd SI viljayfirlýsingu við indversk systursamtök um frekari samvinnu á sviði viðskipta, að það væru mikil tækifæri í auknum viðskiptum.Hvað getum við gert betur og í hverju felast þessi tækifæri? „Ég nefndi í ræðu minni meðal annars að við erum mjög framarlega hvað varðar græna og sjálfbæra orku. Við erum hér að rafbílavæða þjóðina og borginnar á Indlandi stækka hratt og þar er mengun mikil. Við getum til dæmis lagt heilmikið af mörkum hvað þennan málaflokk varðar.“

Í fréttum RÚV var sagt frá því að Indverjar hefðu áhuga á að reisa gagnaver á Íslandi og væru áhugasamir um samvinnu við Íslendinga um vindorkuver. Þetta kom fram í máli forseta Indlands á viðskiptaþinginu. Forsetinn nefndi einnig aukna áherslu á endurnýjanlega orku, meðal annars jarðvarma.