Fréttasafn



18. nóv. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök leikjaframleiðenda

Fögnuðu norrænu samstarfi í leikjaiðnaði

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti ávarp á viðburði sem Samtök leikjaframleiðenda - IGI og Íslandsstofa stóðu fyrir í tilefni af komu stjórnar Nordic Game Institute til Íslands fyrir skömmu. Aðrir sem fluttu ávarp á viðburðinum voru Þorgeir F. Óðinsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda og framkvæmdastjóri Directive Games North, og Per Strömbåck, formaður Nordic Game Institute. Viðburðurinn fór fram í húsakynnum Íslandsstofu í Grósku. 

Stjórn Nordic Game Institute fundaði hér á landi og ræddi framtíð norræns samstarfs í leikjaiðnaði. Leikjaiðnaður hefur vaxið umtalsvert síðan samtökin voru stofnuð árið 2012, þá velti iðnaðurinn um 500 milljónum evra en í dag veltir hann yfir 6 milljörðum evra. Þess má geta að forsætisráðherra sat í stjórn Nordic Game Institute á byrjunarárum samstarfsins sem fulltrúi stjórnvalda. 

Á myndinni hér fyrir ofan eru Þorgeir F. Óðinsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda, KooPee Hiltunen frá NeoGames í Finnlandi, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Per Strömbåck, frá Dataspelbranchen í Svíþjóð og formaður stjórnar NG, og Åse Kringstad frá Virke Produsentforeningen í Noregi.

Myndir/BIG

Fleiri myndir er hægt að nálgast á Facebook SI.

Si_islandsstofa_03112022-5Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Si_islandsstofa_03112022-9Þorgeir F. Óðinsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda og framkvæmdastjóri Directive Games North.

Si_islandsstofa_03112022-13Per Strömbåck, formaður Nordic Game Institute.

Si_islandsstofa_03112022-1Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, stýrði dagskránni.

Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Si_islandsstofa_03112022-4_1668765574993

Si_islandsstofa_03112022-6

Si_islandsstofa_03112022-12

Si_islandsstofa_03112022-16

Si_islandsstofa_03112022-18

Si_islandsstofa_03112022-19

Si_islandsstofa_03112022-20

Si_islandsstofa_03112022-21

Si_islandsstofa_03112022-22

Si_islandsstofa_03112022-23

Si_islandsstofa_03112022-24

Si_islandsstofa_03112022-25