Fréttasafn



4. des. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Formaður Félags rafverktaka á Vestjörðum endurkjörinn

Sævar Óskarsson var endurkjörinn formaður Félags rafverktaka á Vestfjörðum á aðalfundi félagsins sem haldinn var í vikunni. Í stjórn félagsins eru auk Sævars, Albert Guðmundsson, gjaldkeri, og nýr í stjórn er Einar Ágúst Yngvason, ritari, sem tók sæti Páls Sturlaugssonar sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Páli voru þökkuð góð störf fyrir félagið. 

Á fundinum kom meðal annars fram að atvinnuástand á félagssvæðinu sé gott og að vöntun sé á faglærðum rafiðnaðarmönnum.

Myndin hér fyrir ofan er af Sævari Óskarssyni, formanni Félags rafverktaka á Vestfjörðum.