Fréttasafn



13. sep. 2023 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki Orka og umhverfi

Formaður FRV tekur þátt í umræðum um orkuskiptin

Reynir Sævarsson formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga tekur þátt í umræðum með Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur formanni Landverndar um orkuskiptin á fundi fólksins sem fer fram í tjaldi 1 við Norræna húsið laugardaginn 16. september kl.12-12.40. Mörður Árnason fyrrverandi alþingismaður stýrir umræðunum. 

Á fundinum verður rætt um hvaða sjónarmið eiga að ráða við mat á valkostum um orkunýtingu um leið og dregið er úr notkun bensíns og olíu, hvar á að afla nýrrar orku, hvernig á að minnka orkunotkun og hver verður orkuþörfin við nýjar aðstæður, hvaða valkostir samræmast best verndun náttúru og umhverfis, hvaða orkugjafar geta leyst vandann. 

Á vef Funds fólksins er hægt að nálgast frekari upplýsingar.