Fréttasafn



28. feb. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök leikjaframleiðenda

Formaður IGI framkvæmdastjóri Porcelain Fortress

Þorgeir Frímann Óðinsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda, IGI, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Porcelain Fortress. Hann hefur stýrt Directive Games North frá árinu 2019. Porcelain Fortress er stofnað um mitt ár 2017 og kom fyrstu útgáfu af vöru sinni, No Time to Relax, á markað 2018. 

Á Vísir segir að starfsemi Directive Games hafi vaxið mikið á tímabilinu og hafi skrifstofan í Reykjavík orðið langstærsta starfstöð Directive Games á heimsvísu. Auk þess sé Directive Games með skrifstofur í Sjanghæ, Los Angeles og Singapúr. Samhliða störfum sínum hjá Directive Games hafi Þorgeir verið formaður IGI, Samtaka leikjaframleiðenda, setið í Hugverkaráði Samtaka iðnaðarins og stjórn samnorrænu leikjastofnunarinnar Nordic Game Institute. Þorgeir mun halda áfram sem formaður IGI.

Vísir, 28. febrúar 2023.