12. jan. 2024 Almennar fréttir Félag pípulagningameistara Mannvirki

FP gefur út leiðbeiningar um lagnakerfi húsnæðis

Félag pípulagningameistara hefur í forvarnarskyni gefið út leiðbeiningar til húseigenda þar sem vakin er athygli á atriðum sem geta forðað vatnstjóni.

Í leiðbeiningunum kemur fram að reynslan sýni að það geti skipt miklu máli fyrir húseigendur að þekkja lagnakerfin sín efþað t.d. bilar eða fer að leka. Með því að þekkja kerfin sé mögulegt að fyrirbyggja eða takmarka tjón. 

Leiðbeiningarnar eru gefnar út í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök iðnaðarins.

Hér er hægt að nálgast grein sem formaður FP, Böðvar Ingi Guðbjartsson, skrifar á Vísi.

Hér er hægt að nálgast viðtal við formann FP sem var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Á vef FP er hægt að nálgast leiðbeiningarnar. 

24-0096-Vatnstjon-einbl-A4_2024


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.