Fræðslufundur FRV um gerð kostnaðaráætlana
Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV), Samtök arkitektastofa og Mannvirki – félag verktaka komu á fót samræmdri aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana byggt á viðmiðum og stöðlum frá American Association of Cost Engineers (AACE). Markmiðið var skapa sameiginlegan skilning á markaðnum, hugtökum og orðskýringum í tengslum við gerð kostnaðaráætlana, búa til viðmið um hversu vel umfang verkefnis er skilgreint og auka rekjanleika á framúrkeyrslu. Afurð verkefnisins og frekari upplýsingar um markmið og aðdraganda má nálgast á vefsíðunni www.kostnadur.is.
FRV býður áhugasömum verkkaupum og félagsmönnum SI á fræðslufund um aðferðarfræðina þriðjudaginn 16. september kl. 8.30-10 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Ólafur Ágúst Ingason, sviðsstjóri bygginga hjá Eflu og meðlimur í stjórn FRV, mun kynna aðferðafræðina. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.30, dagskrá hefst kl. 8.45.
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn.
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.
Fundinum verður einnig streymt, þau sem skrá sig fá sendan hlekk á streymi fyrir fundinn.