Fréttasafn27. nóv. 2020 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Fræðslufundur FRV um þjónustulýsingar í Danmörku

Félag ráðgjafarverkfræðinga, FRV, boðar til rafræns fræðslufundar um þjónustulýsingar FRI, systursamtaka FRV í Danmörku, fimmtudaginn 10. desember kl. 9.30-10.30.

FRI gefa út þjónustulýsingar í samstarfi við m.a. samtök arkitektastofa og samtök byggingaverktaka í Danmörku. Tilgangur þjónustulýsinganna er meðal annars að stuðla að auknum skýrleika þegar kemur að lýsingum í útboðum og þar af leiðandi nákvæmari áætlanagerð. Fundurinn er opinn félagsmönnum FRV, SAMARK og Mannvirkis.

Dagskrá

  • Kynning á FRI og þeirri þjónustu sem samtökin veita félagsmönnum - Henrik Garver, framkvæmdastjóri FRI.
  • Þjónustulýsingar FRI (d. ydelsesbeskrivelser): Hvað eru þjónustulýsingar? Hvernig eru þær notaðar? Hvernig nýtast þær að mati markaðarins og verkkaupa? - Ulla Sassarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og lögmaður FRI.
  • Spurningar og umræður.
  • Fundarstjóri er Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.

Þeir sem skrá sig á fundinn fá sendan Zoom-hlekk samdægurs.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.