Fréttasafn16. maí 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Samtök rafverktaka

Fræðslufundur SART og FLR um þjónustu Veitna

Samtök rafverktaka, SART, og Félag löggiltra rafverktaka, FLR, standa fyrir fræðslufundi miðvikudaginn 18. maí kl. 12.00-13.30 í húsnæði Rafmenntar að Stórhöfða 27. Boðið verður upp á matarmikla gúllassúpu.

Á fundinum munu fulltrúar Veitna kynna breytingar sem undanfarið hafa verið gerðar á þjónustu Veitna við löggilta rafverktaka. Framsögu hafa Skúli Skúlason, Sigurjón Kr. Sigurjónsson og Egill Jónasson frá Veitum. Að framsögum loknum verður efnt til umræðna.

Fundarstjóri er Kristján D. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.