Fræðslufundur um ljósvist í mannvirkjagerð
Félag ráðgjafarverkfræðinga, FRV, og Samtök arkitektastofa, SAMARK, efna til fræðslufundar um ljósvist í mannvirkjagerð föstudaginn 14. október kl. 12-13 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil vitundarvakning um ljósvist í mannvirkjum. Á fundinum munu Ásta Logadóttir og Örn Erlendsson fara yfir hvað ljósvist er og hvers vegna hún skiptir máli, hvað nágrannalönd okkar eru að gera í ljósvistarmálefnum og helstu áskoranir ljósvistar hér á landi. Þá verður einnig farið yfir nýjar ljósvistaraðferðir og hvaða áhrif þær hafa á vinnu og afurðir sérfræðinga á sviðinu. Að erindum loknum verður efnt til umræðu.
Dagskrá
- Ásta Logadóttir, lýsingarsérfræðingur hjá Lotu ehf.
- Örn Erlendsson, verkfræðingur og ljósvistarhönnuður hjá Lisku ehf.
- Umræður
Fundarstjóri er Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð og því er skráning á fundinn nauðsynleg.
Skráningu á fundinn er lokið.