Framfarasjóður SI auglýsir eftir umsóknum
Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins hefur auglýst eftir umsóknum en umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar næstkomandi. Markmið Framfarasjóðs SI er að styðja við og þróa framfaramál tengd iðnaði með áherslu á verkefni sem lúta að:
- eflingu menntunar fyrir atvinnulífið með áherslu á iðn-, verk- og tækninám
- nýsköpun sem styrkir framþróun í iðnaði
- framleiðniaukningu með áherslu á skilvirkt rekstrarumhverfi
Með umsókn þarf að fylgja greinagóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og með hvaða hætti verkefnið samræmist markmiðum og leiðarljósum sjóðsins. Þá þarf að fylgja verkáætlun, fjárhagsáætlun og staðfesting á annarri fjármögnun ef það á við. Einnig þarf að fylgja staðfesting á því að umsækjendur hafi kynnt sér úthlutunarreglur sjóðsins og þá fyrirvara sem þar koma fram.
Umsóknir má senda á netfangið mottaka@si.is.
Nánar um Framfarasjóð SI.