Fréttasafn



12. jan. 2018 Almennar fréttir

Framfarasjóður SI hefur opnað fyrir umsóknir

Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins hefur opnað fyrir umsóknir. Markmið sjóðsins er að styðja við og þróa framfaramál tengd iðnaði með áherslu á verkefni sem lúta að

  • eflingu menntunar fyrir atvinnulífið með áherslu á iðn-, verk- og tækninám
  • nýsköpun sem styrkir framþróun í iðnaði
  • framleiðniaukningu með áherslu á skilvirktrekstrarumhverfi

Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar næstkomandi

Umsóknir má senda á netfangið mottaka@si.is

Með umsókn þarf að fylgja greinagóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og með hvaða hætti verkefnið samræmist markmiðum og leiðarljósum sjóðsins. Þá þarf að fylgja verkáætlun, fjárhagsáætlun og staðfesting á annarri fjármögnun ef það á við. Með umsóknum þarf að fylgja staðfesting á því að umsækjendur hafi kynnt sér úthlutunarreglur sjóðsins og þá fyrirvara sem þar koma fram.

Nánar um Framfarasjóð SI.

Tveir styrkir veittir á síðasta ári

Á síðasta ári voru tveir styrkir veittir úr Framfarasjóði Samtaka iðnaðarins. Um var að ræða fimm milljóna króna styrk sem fór til verkefnis um þróun rafrænna ferilbóka sem unnið var af Tækniskólanum í samstarfi við aðra framhaldsskóla, Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins, Menntamálastofnun og Advania. Verkefnið á að stuðla að miklum framförum í öllu námi sem tengist iðn-, tækni- og verkgreinum. Hins vegar var um að ræða tveggja milljóna króna styrk til að þróa og yfirfæra hæfniramma innan framleiðslufyrirtækja í Eyjafirði sem unnið er af Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar-SÍMEY, Sæplasti, Ferrozink, Norðlenska og Becromal Ísland.

Auglýsing

SI_Framfarasjodur_auglysing2018