Fréttasafn1. feb. 2023 Almennar fréttir Félag pípulagningameistara Mannvirki

Fréttapíp Félags pípulagningameistara komið út

Félag pípulagningameistara, FP, hefur gefið út Fréttapíp sem er fyrsta tölublað þessa árs. Blaðinu hefur verið dreift til félagsmanna ásamt félagatali FP 2023. Þar segir formaður félagsins, Böðvar Ingi Guðbjartsson, meðal annars að það hafi orðið merkileg tímamót í sögu félagsins þegar skrifað var undir samkomulag um inngöngu FP í Samtök iðnaðarins sem séu stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurkenda á Íslandi. Þar með séu öll fagfélögin sem koma að mannvirkjagerð sameinuð undir SI sem styrki stöðu félagsins til mikilla muna. Þá segir formaðurinn frá því að nýr uppfærður vefur muni birtast fljótlega á nýju ári þar sem boðið verður upp á innri vef fyrir félagsmenn þar sem ýmis gögn verði aðgengileg til að létta undir með félagsmönnum og megi þar meðal annars nefna ýmis gögn sem varðar gæðakerfi. FP verður 95 ára á árinu og segir hann frá því að þegar sé hafinn undirbúningur fyrir veglega afmælisveislu. 

Í blaðinu segir Gunnar Sigurjónsson, pípulagningameistari og kennari í pípulögnum við Tækniskólann frá NEPU ráðstefnu þar sem fulltrúar fagfélags rarfvirkja og pípara frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku hafi komið saman til að ræða hin ýmsu málefni sem snerta fögin. 

Hér er hægt að nálgast Fréttapíp Félags pípulagningameistara. 

Myndin hér fyrir ofan er tekin við undirritun samnings milli FP og SI, Árni Sigurjónsson, formaður SI, og Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður FP.