Fréttasafn



5. sep. 2025 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Fulltrúar Íslands á fundi norrænna ráðgjafarverkfræðinga

Fulltrúar Félagsráðgjafarverkfræðinga funduðu með norrænum systursamtökum félagsins í Helsinki á dögunum. Fulltrúar frá systursamtökum félagsins í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi mættu á fundinn en um er að ræða árlegan viðburð þar sem farið er yfir málefni greinarinnar í hverju landi, efnahagslega stöðu og helstu áherslumál. Sérstaklega var rætt um varnarmál, með áherslu á viðnámsþrótt innviða, og gervigreind í ráðgjafarverkfræði. Fulltrúar Íslands voru Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður FRV, Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, stjórnarmaður FRV, og Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

Fundarmenn fengu kynningu á stækkun flugstöðvar 2 á Helsinki flugvelli frá Peter Molin, framkvæmdastjóra innviða og samgangna hjá Ramboll. Þá var einnig farið í vettvangsferð að skoða Krúnubrúarverkefnið (Kruunusillat) í Helsinki en verið er að byggja þrjár nýjar brýr sem stytta samgönguleiðir fyrir almenningssamgöngur (sporvagna), hjólandi og gangandi vegfarendur.

Fundurinn verður haldinn á Íslandi að ári.

Á myndinni hér fyrir ofan eru Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður FRV, Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, stjórnarmaður FRV, og Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

IMG_1036Henrik Garver, framkvæmdastjóri FRI.

IMG_1048Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

IMG_1065Liv Kari Hansteen, framkvæmdastjóri RIF

IMG_1095Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður FRV, og Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, stjórnarmaður FRV.

IMG_1131

IMG_1161