Fulltrúar SI á fjölmennum fundi Vinnuhússins í Færeyjum
Fulltrúar SI sátu ársfund Vinnuhússins í Færeyjum sem haldinn var í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn 20. september síðastliðinn þar sem kastljósinu var aðallega beint að gervigreind eða vitlíki. Um 400 manns sóttu fundinn.
Það voru Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, og Margrét Kristín Sigurðardóttir, almannatengsla- og samskiptastjóri SI, sem sátu fundinn en auk þess var Sigríður meðal frummælenda í dagskránni. Yfirskrift erindis Sigríðar var „How innovation and IT infrastructure will determine countries future competitiveness“.
Í upphafi fundarins flutti Jón Sigurðsson, formaður Vinnuhússins, ávarp. Auk Sigríðar fluttu erindi Alexander Bard, Soulaima Gourani og Emilie Lundblad. Þá greindu fulltrúar fimm færeyskra fyrirtækja frá því hvernig gervigreind væri notuð í starfsemi þeirra fyrirtækja. Tvö fyrirtæki hlutu viðurkenningar Vinnuhússins, annars vegar var veitt viðurkenning fyrir Ársins Virki sem GroAqua hlaut og hins vegar fyrir Vinnuátakið sem Sporar og Spírar hlaut.
Fulltrúar SI ásamt framkvæmdastjóra Vinnuhússins, talið frá vinstri, Margrét Kristín Sigurðardóttir, Niels Winther, Sigurður Hannesson og Sigríður Mogensen.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Jón Sigurðsson, formaður Vinnuhússins.