Fulltrúar SI og Málms á norrænum fundi iðnfyrirtækja
Árlegur fundur samtaka iðntæknifyrirtækja á Norðurlöndum, SVAPU, var haldinn dagana 27.-30. ágúst sl. í Sirkka í Finnlandi. Stjórnendur og formenn samtaka iðntæknifyrirtækja á Norðurlöndunum sóttu fundinn. Fulltrúar Íslands á fundinum voru Guðný Hjaltadóttir, viðskiptastjóri hjá SI, og Daníel Óðinsson, formaður Málms - samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Auk Samtaka iðnaðarins tóku þátt í fundinum Dansk Industri, Norsk Industri, Teknikföretagen og Teknologiateloullisuus.
Á fundinum var farið yfir skýrslur Norðurlandanna fimm. Guðný fór yfir stöðu efnahagsmála, vinnumarkaðsmál, pólitískt landslag og stefnumál iðnaðarins.
Breytt heimsmynd vegna átaka og tollastríðs hefur haft áhrif á störf samtakanna og hafa samtökin frá síðasta fundi unnið að sameiginlegum áherslum með það fyrir augum að auka samkeppnishæfni norrænna iðntæknifyrirtækja. Sérstök áhersla var lögð á viðnámsþrótt á fundinum. Ville Voipio, stjórnarformaður Teknologiateloullisuus, prófessor við Háskólinn í Turku og hluthafi í hátæknifyrirtækinu Vaisala hélt erindi um viðnámsþrótt frá sjónarhorni fyrirtækja.
Að lokinni hefðbundinni fundardagskrá heimsóttu fundargestir stærstu gullnámu Evrópu, Kittilä námuna, sem rekin er af Agnico-Eagle Mines Limited og er 900m neðanjarðar.
Daníel Óðinsson er lengst til hægri á myndinni og Guðný Hjaltadóttir þriðja frá hægri.