Fréttasafn29. mar. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök gagnavera

Fulltrúi Íslands í umræðum um norræn gagnaver

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, er fulltrúi Íslands í umræðu um norræn gagnaver sem fram fer á ráðstefnu Datacenter Forum sem haldin er í Osló á morgun 30. mars. Sigríður verður þar fyrir hönd Samtaka gagnavera, DCI. Í pallborðsumræðunum taka einnig þátt fulltrúar samtaka gagnavera hinna Norðurlandanna; Mikko Aho frá Finnlandi, Isabella Kemlin frá Svíþjóð, Henrik Hansen frá Danmörku og Petter Tommeraas frá Noregi.

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um ráðstefnuna.

Radstefna-Oslo-30-mars-2023