Fréttasafn26. maí 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fundur SUT um stafræna tækni hjá hinu opinbera

Samtök upplýsingatæknifyrirtækja, SUT, héldu rafrænan opinn kynningarfund um samtökin og Stafrænt Ísland í hádeginu í dag. Á fundinum kynnti Valgerður Hrund Skúladóttir, formaður SUT og framkvæmdastjóri Sensa, starf Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og markmið starfsárs samtakanna. Valgerður fór yfir þau markmið sem sett hafa verið og það sem áunnist hefur nú þegar. En þess má geta að fundurinn var einmitt liður í einu af markmiðum stjórnar SUT að efla upplýsingagjöf til félagsmanna og opna samtökin frekar fyrir nýjum upplýsingatæknifyrirtækjum. 

Því næst fór Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi hjá efnhags- og fjármálaráðuneytinu, ítarlega yfir stöðu verkefnisins Stafrænt Ísland og framtíðarsýn stjórnvalda í innleiðingu á stafrænni tækni hjá hinu opinbera. Margir félagsmanna SUT taka nú þegar þátt í að hanna og útfæra tæknilegar útfærslur stafrænnar umbyltingar hins opinbera í gegnum verkefnið.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Á myndinni hér fyrir ofan er Valgerður Hrund Skúladóttir, formaður SUT og framkvæmdastjóri Sensa. 

 

Fundur-26-05-2020-1-Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á hugverkasviði SI, var fundarstjóri.

Fundur-26-05-2020-3-Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi hjá efnhags- og fjármálaráðuneytinu, kynnti Stafrænt Ísland. 

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast upptöku af fundinum: