Fréttasafn



29. ágú. 2025 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

Fyrirsjáanleiki gæti sparað tugi milljarða króna

Í forsíðufrétt Morgunblaðsins kemur fram að fyrirsjáanleiki í opinberum framkvæmdum gæti sparað ríkinu tugi milljarða að því er fram hafi komið í erindi Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI, á Innviðaþingi í gær. Í fréttinni segir að samtökin hafi spurt félagsmenn sína um hversu mikið lægra, í prósentum talið, fyrirtæki þeirra gæti boðið í opinberar framkvæmdir ef fyrirsjáanleiki væri til staðar. Svörin bendi til þess að fyrirtækin hefðu getað boðið 10,6% lægra hefði fyrirsjáanleiki verið til staðar. 

Stjórnvöld virki alla hagaðila til framkvæmda

Þá segir einnig í fréttinni að fram hafi komið í erindi Sigurðar að heildarfjárfesting í innviðum hins opinbera á síðasta ári hefði numið 140 milljörðum króna og að með fyrirsjáanleika hefði því verið hægt að spara um 15 milljarða. Jafnframt segir að Sigurður hafi lagt áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld virkjuðu vilja allra hagaðila til framkvæmda. Ómögulegt væri fyrir hið opinbera að standa eitt undir þeim fjárfestingum sem þörf væri á til uppbyggingar og viðhalds innviða á næstu árum.

Morgunblaðið, 29. ágúst 2025.

mbl.is, 28. ágúst 2025.

Morgunbladid-29-08-2025