Gæðavottun SI uppfærð hjá Stjörnugörðum
Stjörnugarðar ehf hafa fengið uppfærða gæðavottun SI til ársins 2025. Stofnandi Stjörnugarða er Þórir Kr. Þórisson skrúðgarðyrkjumeistari. Hjá fyrirtækinu starfa á bilinu 20-25 starfsmenn yfir árið, en flestir starfsmenn eru yfir sumarið þegar mest er að gera.
Stjörnugarðar sem eru í Félagi vinnuvélaeigenda og Félagi skrúðgarðyrkjumeistara leggja mikla áherslu á fagleg vinnubrögð og endingu verka. Meðal þess sem Stjörnugarðar fást við eru uppbygging og frágangur lóða. Þá eru þau sérfræðingar í hellulögnum, hleðslum og almennri jarðvinnu. Yfir vetrarmánuðina sinnir fyrirtækið snjómokstri og hálkuvörnum fyrir sveitarfélög.
Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, og Þórir Kr. Þórisson skrúðgarðyrkjumeistari.