Fréttasafn



12. des. 2023 Almennar fréttir Félag skrúðgarðyrkjumeistara Mannvirki

Gæðavottun SI uppfærð hjá Stjörnugörðum

Stjörnugarðar ehf hafa fengið uppfærða gæðavottun SI til ársins 2025. Stofnandi Stjörnugarða er Þórir Kr. Þórisson skrúðgarðyrkjumeistari. Hjá fyrirtækinu starfa á bilinu 20-25 starfsmenn yfir árið, en flestir starfsmenn eru yfir sumarið þegar mest er að gera.

Stjörnugarðar sem eru í Félagi vinnuvélaeigenda og Félagi skrúðgarðyrkjumeistara leggja mikla áherslu á fagleg vinnubrögð og endingu verka. Meðal þess sem Stjörnugarðar fást við eru uppbygging og frágangur lóða. Þá eru þau sérfræðingar í hellulögnum, hleðslum og almennri jarðvinnu. Yfir vetrarmánuðina sinnir fyrirtækið snjómokstri og hálkuvörnum fyrir sveitarfélög. 

Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, og Þórir Kr. Þórisson skrúðgarðyrkjumeistari.