Fréttasafn



22. sep. 2021 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Gagnrýni á innhýsingu opinberra aðila áfram áherslumál FRV

Á félagsfundi Félags ráðgjafarverkfræðinga sem fram fór í morgun voru ákveðin áherslumál félagsins fyrir starfsárið 2021-2022. Innhýsing opinberra aðila á verkfræðiþjónustu hefur verið mikið til umræðu meðal félagsmanna að undanförnu og hefur Félag ráðgjafarverkfræðinga opinberlega gagnrýnt þá þróun sem er að eiga sér stað. Á fundinum var ákveðið að málefnið verði áfram eitt af aðaláherslumálum félagsins á næstu misserum auk þess sem innviðamál verða ofarlega á lista félagsins yfir helstu áherslumál. 

Á fundinum fór Reynir Sævarsson, formaður stjórnar, yfir helstu áherslumál síðasta starfsárs félagsins og gaf í kjölfarið orðið laust. Meðal þeirra málefna sem rædd voru á fundinum auk innhýsinga og innviðamála voru ábyrgðarmál, þjónustulýsingar verkfræðiþjónustu og samevrópskar hæfislýsingar (ESPD).