Fréttasafn



11. jún. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Gátlisti og sýnishorn af verksamningum fyrir neytendur

Nú hefur verið bætt inn á vefsíðuna meistarinn.is gátlista og drögum að verksamningum fyrir neytendur til að notast við þegar gengið er frá samningi við verktaka. Á vefsíðunni er hægt að leita eftir landssvæðum að meisturum í 13 meistarafélögum innan Samtaka iðnaðarins og Meistaradeildar SI. 

Á vefsíðunni er nú hægt að nálgast gátlista þar sem birt eru helstu atriði sem neytendur ættu að skoða og hafa upplýsingar um áður en gengið er frá verksamningi við verktaka. Sýnishornin af verksamningunum eru annars vegar fyrir minni verk og hins vegar fyrir stærri verk þar sem viðmiðunarfjárhæð er 5 milljónir króna. Á vefsíðunni kemur fram að mikilvægt er að gera verksamning milli verkkaupa og verktaka en þannig er hægt að fyrirbyggja ágreining, meðal annars tengt uppgjöri, hvað vinna skal, hugsanleg aukaverk og fleira sem getur komið upp. 

Hér er hægt að nálgast gátlistann og sýnishorn af verksamningum.