Góð mæting á fund um hæfnigreiningu í blikksmíðanámi
Góð mæting var á fyrsta hæfnigreiningarfund Félags blikksmiðjueigenda með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem fór fram í Húsi atvinnulífsins í gær. Félag blikksmiðjueigenda hlaut styrk úr Framfarasjóði SI til að gera breytingar á námi á blikksmíði svo námið endurspegli betur þarfir atvinnulífsins og auki nýliðun í faginu. Fundurinn í gær var sá fyrsti af þremur slíkum.