Fréttasafn



3. nóv. 2021 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Góð mæting á fund um reglur um sölu á vöru og þjónustu

Góð mæting var á rafrænan fræðslufund SI þar sem Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI, og Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá SI, fjölluðu um reglur um sölu á vöru og þjónustu fyrir hátt í 30 félagsmenn.

Sérstök áhersla var lögð á að fjalla um þær reglur sem eiga við þegar átt eru viðskipti við neytendur en einnig var fjallað um reglur sem gilda í viðskiptum á milli fyrirtækja og þegar um verksamning er að ræða. Á fundinum var einnig farið yfir til hvaða atriða er litið þegar metið er hvort um galla sé að ræða, þ.e. upplýsingaskyldu þess sem selur vöru og þjónustu og frest til að bera fyrir sig galla.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Hér fyrir neðan eru tenglar á lög um lausafjárkaup, þjónustukaupalög og neytendakaupalög:

https://www.althingi.is/lagas/137/2000050.html

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2000042.html

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003048.html

Fundur-november-2021