Fréttasafn18. ágú. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Starfsumhverfi

Góð mæting á kynningarfund um Tækniþróunarsjóð

Góð mæting var á kynningarfund um Tækniþróunarsjóð sem Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís stóðu fyrir í Húsi atvinnulífsins í morgun. Fundinum var einnig streymt á Facebook þar sem hægt er að nálgast upptöku. 

Svandís Unnur Sigurðardóttir, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, kynnti ólíka styrkjaflokka Tækniþróunarsjóðs og sagði frá umsóknarferlum og frestum. Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, kynnti skattfrádrátt á kostnaði vegna rannsóknar- og þróunarverkefna og fór sérstaklega yfir þau vafaatriði sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir í umsóknarferlinu. Þá stigu á stokk Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra Alor, og Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri Ankeri, og sögðu frá sinni reynslu af því að sækja í þetta stuðningskerfi. Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, sá um fundarstjórn.

Á fundinum kom fram að stuðningskerfi á borð við Tækniþróunarsjóð og endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði skipta sköpum fyrir starfsumhverfi fyrirtækja í nýsköpun hér á landi og með áherslu stjórnvalda á þessi tól hafi tekist að skapa öflugt nýsköpunarumhverfi hér á landi. 

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Lindu Fanney Valgeirsdóttur, framkvæmdastýru Alor, og Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóra Ankeri.

Hér er hægt að nálgast glærur Svandísar Unnar Sigurðardóttur.

Hér er hægt að nálgast glærur Davíðs Lúðvíkssonar.

Hér er hægt að nálgast upptöku af beinu streymi á Facebook.

NEJ-fundarstjoriNanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI.

Mynd7_1660833281931Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís.

Mynd6_1660833256935Svandís Unnur Sigurðardóttir, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís.

Mynd_1660833049112Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra Alor.

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum: 

https://vimeo.com/manage/videos/740697211