Fréttasafn23. nóv. 2022 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Góð þátttaka í haustferð Félags löggiltra rafverktaka

Góð þátttaka var í haustferð Félags löggiltra rafverktaka en að þessu sinni var farið í Borgarfjörð. Rafverktakarnir komu við að Stóra Kroppi, Húsafelli og Kolstöðum með viðkomu á Brúarási. Hópurinn naut leiðsagnar Helga Eiríkssonar í Lúmex sem þekkir hverja þúfu á þessum slóðum. Páll á Húsafelli spilaði á steinhörpu fyrir hópinn en auk þess var skoðuð ein af þremur virkjunum við Húsafellsvirkjun sem nefnd er Urðarfellsvirkjun. Í lok ferðar bauð Lumex og Rafport upp á kvöldverð á Kolstöðum.

Mynd11_1669198304715

Komið var við á Stóra-Kroppi og skoðaðar framkvæmdir.

Mynd12_1669198453170

Urðarfellsvirkjun, nýjasta virkjunin við Húsafell var skoðuð.

Mynd13_1669198470900

Páll á Húsafelli spilaði á steinhörpu fyrir hópinn. 

Mynd14

Páll á Húsafelli.

Mynd16

Rafport og Lúmex buðu til veislu á Kolstöðum.