Fréttasafn



12. okt. 2021 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Samtök rafverktaka

Góð þátttaka í stefnumótun Samtaka rafverktaka

Samtök rafverktaka, SART, efndu til stefnumótunar með félagsmönnum sínum á Hótel Keflavík dagana 8. og 9. október síðastliðna. Alls tóku 30 félagsmenn auk fulltrúa frá SI þátt í stefnumótunarvinnunni sem stýrt var af Arndísi Ósk Jónsdóttur frá Change Incorporated ehf.

Miklar og fjörugar umræður sköpuðust um verkefnin sem unnin voru og var einhugur meðal félagsmanna  um mikilvægi þess að samtökin móti skarpa sýn á verkefni næstu ára. Þátttakendur í stefnumótuninni voru allt frá einyrkjum upp í fulltrúa fjölmennustu fyrirtækjanna innan SART. 

Í lok fyrri stefnumótunardags var farið í skoðunarferð um Rokksafn Íslands í Hljómahöllinni og seinni stefnumótunardagurinn var tekinn snemma og lauk um hádegisbilið þegar fundarmenn héldu heim á leið.

Nokkuð er um liðið frá því að stefnumótun var síðast á dagskrá hjá Samtökum rafverktaka og bindur stjórn samtakanna miklar vonir við að niðurstaða þessarar vinnu verði góður vegvísir í starfsemi félagsins til næstu ára.

20211008_135204

20211008_140156Kristbjörn Óli Guðmundsson, löggiltur rafverktaki hjá Eðalraf.

20211008_141018Jóhann Unnar Sigurðsson, löggiltur rafverktaki hjá Elmax.

20211008_141743Jóhann Emil Kolbeins, löggiltur rafverktaki hjá Securitas.

20211008_173823Aníta Guðbergsdóttir sá um leiðsögn um Rokksafni Íslands.

20211009_120448Hjörleifur Stefánsson, formaður SART,  og Arndís Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Change Incorporated ehf.

20211008_095319Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB, Hjörleifur Stefánsson, formaður SART, og Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART.