Fréttasafn



30. maí 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi Samtök álframleiðenda á Íslandi

Græn vegferð áliðnaðarins á ársfundi Samáls

Ársfundur Samáls fer fram þriðjudaginn 31. maí kl. 8.30-10.00 í Kaldalóni í Hörpu. Yfirskrift fundarins er Græn vegferð í áliðnaði og verða loftslagsmál í brennidepli, auk þess sem farið verður yfir stöðu og horfur í áliðnaði hér á landi og á heimsvísu. Þá verður hleypt af stokkunum sýningunni Lífið í þorpinu.

Fundarstjóri er Sólveig Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli.

Dagskrá

8.00 - Morgunverður.
8:30 - Ársfundur.

  • Einar Þorsteinsson, stjórnarformaður Samáls
    Staða og horfur í áliðnaði
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
    Ávarp
  • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
    Farsæl uppbygging í þágu þjóðar
  • Joseph Cherrez, senior analyst CRU
    Markaðshorfur í áliðnaði á óvissutímum
  • Guðrún Sævarsdóttir, dósent við HR
    Leiðin að kolefnishlutleysi
  • Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls
    Lífið í þorpinu

10:00 - Kaffispjall að loknum fundi.

Hér er hægt að skrá sig.