Fréttasafn



12. mar. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Hægt að finna alvöru meistara á nýrri vefsíðu

Samtök iðnaðarins í samstarfi við Meistaradeild SI hafa opnað nýja vefsíðu, meistarinn.is, þar sem neytendur geta leitað að alvöru meisturum. Á vefsíðunni geta neytendur leitað eftir iðnmeistara í 13 aðildarfélögum Samtaka iðnaðarins, hvort heldur er eftir landssvæði eða meistarafélagi. Á vefsíðunni geta neytendur einnig nálgast handhægar upplýsingar um Ábyrgðarsjóð Meistaradeildar SI, sýnishorn af verksamningi og aðrar upplýsingar sem hafa þarf í huga þegar iðnmeistari er ráðinn til verks. 

Til að vekja athygli á vefsíðunni verða birtar auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Við val á verktaka er mikilvægt að neytendur horfi til þess hvort um sé að ræða fagmenntaðan einstakling sem er löggiltur iðnmeistari á viðkomandi sviði. Iðnmeistari hefur hlotið staðfestingu á að hann hafi fullnægjandi færni til að sinna verkum á sínu sérsviði og eru flestir iðnmeistarar aðilar að meistarafélögum sem hægt er að leita til ef viðkomandi skilar ekki verki í samræmi við samning. 

Á vefsíðunni meistarinn.is eru eingöngu fyrirtæki sem rekin eru af iðnmeisturum sem eru félagsmenn meistarafélaga innan Samtaka iðnaðarins. 

Auglysing_blada2

https://vimeo.com/395730914

https://vimeo.com/395730835

https://vimeo.com/395730734