Fréttasafn7. sep. 2018 Almennar fréttir Lögfræðileg málefni

Hagnýtar upplýsingar um persónuverndarlöggjöf

Samtök iðnaðarins bjóða félagsmönnum sínum á kynningarfund um hagnýtar upplýsingar sem hægt er að fá á vinnumarkaðsvef Samtaka atvinnulífsins. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 25. september kl. 8.30-10.00 í Hyl á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. 

Gudmundur-a-vefÁ fundinum kynnir Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögfræðingur á vinnumarkaðssviði SA, gögnin sem standa félagsmönnum SI til boða en á vefnum eru gögn sem nýtast fyrirtækjum til að aðlaga starfsemi sína að nýlega samþykktum persónuverndarreglum. 

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.