Fréttasafn



9. okt. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Starfsumhverfi

Háir vextir fjölga ekki lóðum né flýta fyrir skipulagi

Til þess að höggva á þennan hnút á húsnæðismarkaðnum þá þarf að byggja fleiri íbúðir. Háir vextir þeir fjölga ekki lóðum, háir vextir flýta ekki fyrir skipulagi heldur þvert á móti. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í kvöldfréttatíma Sýnar í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um óbreytta stýrivexti. 

Í fréttinni kemur fram að Samtök iðnaðarins hafi sent frá sér yfirlýsingu eftir fund Seðlabankans og segja þetta dýrkeypta ákvörðun og aðhald peningastefnunar sé farin að hafa verulega neikvæð áhrif á þróun og stöðu iðnaðar og atvinnulífs í heild. 

Sigurður segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist við ástandinu. „Til þess að flýta og auka uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Íslandi.“

Þegar Sigurður er spurður hvaða ábyrgð iðnaðurinn beri í þessu samhengi svarar hann: „Iðnaðurinn ber ríka ábyrgð á því að byggja upp þær íbúðir sem þarf.“ En hvað með verðlagninguna er ekkert hægt að horfa til hennar? „Ég held að verktakar séu að horfa til hennar á hverjum einasta degi.“

Hér er hægt að horfa á fréttina í heild sinni.

Sýn / Vísir, 8. október 2025.