Fréttasafn



6. nóv. 2018 Almennar fréttir

Hátt í 70 tillögur að umbótum

Samtök iðnaðarins ætla í vikunni að leggja fram skýrslu um atvinnustefnu þar sem koma fram hátt í 70 tillögur að umbótum í málaflokkum sem skipta mestu í að efla samkeppnishæfni. Þetta segir í grein Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI, í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að með atvinnustefnu sé ekki einungis lagður grunnur að uppbyggingu til að styðja við efnahagslega velsæld heldur geti atvinnustefna verið rauði þráðurinn í stefnumótun hins opinbera þar sem stefnumótun einstakra málaflokka sé samhæfð. Staðreynd málsins sé sú að auknir fjármunir séu ekki ávísun á meiri árangur heldur skipti stefnumörkun og umbætur á grunni hennar meira máli. 

Þá segir Sigurður að um þessar mundir standi stjórnvöld að stefnumótun í mörgum lykilmálaflokkum. Megi þar nefna orkumál, menntamál og nýsköpun. Vandinn sé sá að stefnumótunin er ekki samræmd. Hann segir jafnframt að því sé haldið fram að nú séu um 80 stefnur í gildi hjá stjórnvöldum en það vanti hins vegar rauðan þráð og þar gæti atvinnustefna skipt sköpum. 

Hér er hægt að lesa grein Sigurðar í heild sinni.