Fréttasafn



19. okt. 2022 Almennar fréttir Félag blikksmiðjueigenda Mannvirki

Heimsókn í Blikksmiðju Guðmundar

Fulltrúar Samtaka iðnaðarins heimsóttu Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi fyrir skömmu þar sem Sævar Jónsson, eigandi fyrirtækisins og formaður Félags blikksmiðjueigenda, tók á móti þeim Björgu Ástu Þórðardóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI, og Elísu Arnarsdóttur, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI.

Í heimsókninni  var rætt um helstu málefni blikksmiðjueigenda, samvinnu þeirra við aðrar iðngreinar og menntamál. Þá fengu þær Björg Ásta og Elísa kynningu á starfsemi smiðjunnar og tækifæri til að skoða helstu verkefni sem unnið er að. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Sævar Jónsson, eigandi Blikksmiðju Guðmundar, og Elísa Arnarsdóttur, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI. Til gamans má geta þess að þau skarta öll bleiku í tilefni Bleika dagsins þar sem heimsóknin bar upp á föstudaginn 14. október.