Fréttasafn



10. okt. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök fyrirtækja í málm– og skipaiðnaði

Heimsókn í Héðinn

Lilja Björk Guðmundsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði SI heimsóttu Héðinn, aðildarfyrirtæki samtakanna og Málms, í dag. Matthías Stephensen, fjármálastjóri, og Daníel Freyr Hjartarson, yfirmaður nýsköpunar- og þróunar hjá Héðni, tóku á móti viðskiptastjórunum þar sem m.a. starfsemi fyrirtækisins og nýsköpunarmál voru rædd.

Héðinn er meira en 100 ára gamalt fyrirtæki sem er leiðandi í málmiðnaði og véltækni. Starfsemin felst einkum í fjölbreyttri þjónustu við sjávarútveginn, stóriðjufyrirtæki og orkuframleiðendur. Starfsemi fyrirtækisins hefur þróast með tímanum og byggir á umfangsmikilli þekkingu á málmiðnaði og véltækni sem stöðugt fleygir áfram.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Lilja Björk Guðmundsdóttir, Nanna Elísa Jakobsdóttir, Daníel Freyr Hjartarson og Matthías Stephensen.