Heimsókn í Ísloft
Fulltrúi SI, Þorgils Helgason, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsótti Ísloft sem er meðal aðildarfyrirtækja SI. Ísloft sem er blikk- og stálsmiðja er aðili að Félagi blikksmiðjueigenda og tók Sigurrós Erlendsdóttir, stjórnarmaður í félaginu, á móti Þorgils. Gunnar Valdimarsson, framleiðslustjóri, og Jón Arnar Haraldsson, verkstjóri, sýndu starfsemina sem er á Bíldshöfða 12-14 en hjá fyrirtækinu starfa 69 manns.
Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu og uppsetningu loftræsikerfa ásamt því að taka að sér ýmis konar fjölbreytt verkefni um allt land.
Jón Arnar Haraldsson og Þorgils Helgason.