Fréttasafn14. nóv. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Heimsókn SART á Norðurland

Formaður og framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka, SART, þeir Hjörleifur Stefánsson og Kristján D. Sigurbergsson, heimsóttu Norðuland fyrir skömmu. Með í för var Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar.

Meðal annars var komið við á Ljósgjafanum þar sem Randver Karlsson, framkvæmdastjóri, og Stefán Randversson, löggiltur rafverktaki, fræddu gesti um starfsemi fyrirtækisins og ræddu málefni rafverktaka á Norðurlandi.

Frá Ljósgjafanum lá leiðin í Verkmenntaskóla Akureyrar, VMA, þar sem Haukur Eiríksson, brautarstjóri rafiðngreina, ásamt Ara Baldurssyni, kennara í rafiðngreinum, kynntu starfsemi rafdeildarinnar og sýndu aðstöðuna sem notuð er til kennslu raf- og rafeindavirkja. Einnig heilsaði Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA, upp á gestina.

Að áliðnum degi var haldinn aðalfundur Félags rafverktaka á Norðurlandi, FRN. Á fundinum flutti Óskar Frank Guðmundsson fræðsluerindi, Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og skólameistari Rafmenntar, sagði frá nýjum námskeiðum sem væntanleg eru á dagskrá Rafmenntar. Auk þess sem Óskar og Þór svöruðu fyrirspurnum fundarmanna.

Stjórn FRN var endurkjörin á aðalfundinum; Aðalsteinn Þór Arnarson, formaður, Gunnar Ingi Jónsson, féhirðir, Gísli Sigurðsson, ritari, og Jónas M. Ragnarsson, varamaður.

Mynd-1-11_2023Hjörleifur Stefánsson, Randver Karlsson, Stefán Randversson og Kristján D. Sigurbergsson.

Mynd-2-11_2023Kristján D. Sigurbergsson og Haukur Eiríksson.

Hjörleifur Stefánsson, Kristján D. Sigurbergsson, Þór Pálsson og Sigríður Huld Jónsdóttir.

Mynd-4-11_2023Gunnar Ingi Jónsson, Aðalsteinn Þór Arnarsson, Jóhann Kristján Einarsson, fyrrverandi formaður FRN, og Hjörleifur Stefánsson.