Heimsókn SART til Launafls
Formaður og framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka, SART, Hjörleifur Stefánsson og Kristján D. Sigurbergsson, heimsóttu Launafl á Reyðarfirði í ferð sinni um Austurland sl. föstudag. Þar hittu þeir Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóra, Sigurð Örn Sigurðsson, verkstjóra á rafmagnsverkstæði, Maríönnu Rögnu Guðnadóttur, aðstoðarverkstjóra á rafmagnsverkstæðinu, og Kristjón Sigurbergsson, verkefnastjóra.
Í heimsókninni var rædd verkefnastaðan á Austurlandi og húsnæðismál auk þess sem farið var yfir möguleikana sem verkfæraappið Veistu hvar bíður upp á.
Kristján D. Sigurbergsson, Magnús Helgason, Hjörleifur Stefánsson, Sigurður Örn Sigurðsson og Kristjón Sigurbergsson.