Heimsókn til Blikklausna
Fulltrúi SI, Þorgils Helgason, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsótti Blikklausnir sem eru meðal aðildarfyrirtækja SI. Þar tóku á móti honum stofnendur fyrirtækisins Gauti Fannar Gestsson og Sverrir Jóhann Jóhannsson. Blikklausnir var stofnað snemma árs 2017 af þeim Gauta og Sverri en eftir rúmt ár voru starfsmennirinir orðnir sex og verkefnin mjög fjölbreytt. Stefnan var strax sett á að vera sérhæfðir þjónustuaðilar í uppsetningu á áfellum, klæðningum, loftræstingum, rennum og niðurföllum.
Þorgils fékk skoðunarferð um húsnæðið og vélbúnaðinn hjá þeim Gauta og Sverri.