Heimsókn til Gaflara í Hafnarfirði
Fulltrúi SI, Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka og viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsótti aðildarfyrirtækið Gaflarar ehf fyrir skömmu. Þorvaldur Friðþjófsson, löggiltur rafverktaki og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, tók á móti honum.
Gaflarar eru með vel búið verkstæði á Lónsbraut 2 í Hafnarfirði. Aðalstarfsemi fyrirtækisins er raf- og tölvulagnir í nýbyggingar en þeir þjónusta einnig fyrirtæki og stofnanir ásamt því að sinna viðhaldi og viðgerðum á almennum raflögnum.
Í heimsókninni fór Þorvaldur meðal annars yfir helstu verkefni fyrirtækisins sem hóf starfsemi 1. janúar 1992 og er í dag með 40 starfsmenn.
Kristján Daníel Sigurbergsson og Þorvaldur Friðþjófsson.