Heimsókn til Tengils
Fulltrúi SI, Kristján D. Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI og framkvæmdastjóri Sart, heimsótti nýlega tvær af fimm starfsstöðvum Tengils ehf, á Hvammstanga og Sauðárkrók en Tengill er meðal aðildarfyrirtækja SI. Tengill rekur starfsemi á Hvammstanga, Sauðárkróki, Blönduósi og í Reykjavík en hjá Tengli starfa nú rúmlega 120 manns.
Tengill sem er alhliða rafverktakafyrirtæki er aðili að Samtökum rafverktaka, Sart, og á Hvammstanga tók Rúnar Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Tengli, á móti Kristjáni og Hjörleifi Stefánssyni, formanni SART, og kynnti fyrir þeim starfsemina í starfsstöð Tengils á Hvammstanga. Á Sauðárkrók tók Gísli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tengils, á móti Kristjáni og Hjörleifi og sýndi þeim höfuðstöðvar fyrirtækisins.
Tengill ehf. var stofnaður 1. september 1987 á Sauðárkrók og starfsemin þá sem nú er alhliða rafverktakastarfsemi sem teygir sig um allt land.
Hjörleifur Stefánsson, formaður Sart, og Rúnar Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Tengli.
Kristján D. Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI og framkvæmdastjóri Sart, og Rúnar Kristjánsson, verkefnastjóri hjá Tengli.