17. feb. 2025 Almennar fréttir Félag blikksmiðjueigenda Mannvirki

Heimsóknir í Stjörnublikk og Blikksmiðjuna Vík

Fulltrúi SI, Þorgils Helgason, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, heimsótti Stjörnublikk sem er aðili að Félagi blikksmiðjueiganda . Stofnandinn og framkvæmdastjórinn Finnbogi Geirsson tók á móti Þorgils og kynnti starfsemina. Stjörnublikk er stærsta blikksmiðja landsins með 100 starfsmenn. Almennt starfa um 70 manns við ýmis konar verkefni út í bæ og um 30 manns á staðnum. Stjörnublikk sérhæfir sig í loftræsikerfum, klæðningu hitaveituröra og uppsetningu á læstum klæðningum. Fyrirtækið tekur að sér alla almenna blikksmíðavinnu. 

Þorgils heimsótti einnig Blikksmiðjuna Vík sem einnig er aðili að Félagi blikksmiðjueigenda. Þar tóku á móti honum eigendurnir og stofnendurnir Eyjólfur Ingimundarson og Jóhann Helgason. Jóhann kynnti starfsemina og kom meðal annars fram að helstu verkefni blikksmiðjunnar eru mest í utanhússklæðningum og loftræsikerfum en hitaveituskápar hafa einnig verið  vaxtarbroddur hjá þeim undanfarið. Þess má geta að Blikksmiðjan VÍk verður 40 ára á árinu.

Stjornublikk

Þorgils Helgason og Finnbogi Geirsson í Stjörnublikk.

Blikksmidjan-Vik

Þorgils Helgason og Jóhann Helgason í Blikksmiðjunni Vík.

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.