Fréttasafn29. jan. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Hönnunarverðlaun Íslands afhent með rafrænum hætti

Hönnunarverðlaun Íslands árið 2020 verða afhent með rafrænum hætti föstudaginn 29. janúar kl. 11.00 á Vísi. Á afhendingunni verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og einnig verður veitt viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2020. Að verðlaununum standa Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins.

Tilkynnt hefur verið um þau verkefni sem hafa hlotið tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands fyrir árið 2020. Að þessu sinni eru það Ýrúrarí fyrir Peysa með öllu, Studio Granda fyrir Drangar og Flothetta fyrir Flotmeðferð.

Á vef SI er hægt að fá frekari upplýsingar um tilnefningarnar.